Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila (BFB) er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.
Tilgangur félagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.
Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.
Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008.
Þann 24. apríl 2022 varð Beint frá býli aðildarfélag
Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM).
Framkvæmdastjóri SSFM er framkvæmdastjóri beggja félaga á meðan BFB er aðildarfélag SSFM.
Aðildarfélög SSFM eru áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn.- Með aðildinni öðluðust félagsmenn BFB sem uppfylla skilyrðin í samþykktum SSFM, beina aðild að SSFM með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
- Frá júlí 2023 öðluðust allir félagsmenn á lögbýlum í SSFM sem uppfylla skilyrðin í samþykktum BFB, beina aðild að BFB með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.
- Í báðum tilfellum geta félagsmenn að sjálfsögðu hafnað aðild að því félagi sem þeir skráðu sig ekki í upphaflega.
Aðild að BFB veitir, til viðbótar við þau réttindi sem félagsmenn SSFM hafa, rétt til að:- Nota merki félagsins og hugtakið "beint frá býli" í markaðssetningu
- Nota upprunamerki félagsins Frá fyrstu hendi á vörur sínar
- Vera með upplýsingar um starfsemi sína á vef BFB, en þar geta neytendur sent inn fyrirspurnir til tiltekinna framleiðenda
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir stefnumótandi markmið og lykil verkefni SSFM sem eru óbreytt frá árinu 2022.