Á bænum Glitstöðum í Norðurárdal er mjólkurframleiðsla aðalbúgreinin en einnig er framleitt nauta- og lambakjöt. Við bjóðum kjöt af nautgripum af íslensku mjólkurkúakyni. Nautgripirnir fá fóður sem blandað er í heilfóðurvagni og hver gripur fær einstaklingsfóðrun þar sem miðað er við að uppfylla þarfir hvers og eins. Eftir a.m.k. tveggja ára umhirðu á Glitstöðum er nautgripunum slátrað í Sláturhúsi Kaupfélags V.-Húnvetninga og þar fer úrbeining og pökkun fram. Hægt er að kaupa ¼, ½ eða heilan skrokk. Í ¼ eru u.þ.b. 30-35 kg. af kjöti sem skiptist í hakk, gúllas og steikur.
Glitstaðanaut er á matseðli Hraunsnefs Sveitahótels en Hraunsnef er nágrannabær okkar.
Handverk sem unnið er hér á Glitstöðum er selt í Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Þetta er aðallega fatnaður úr ull, peysur, vesti, kjólar, vettlingar og sokkar.
Við bjóðum þeim sem hafa áhuga á viðskiptum við okkur að hafa samband í síma 894-0567 eða á netfangið [email protected]
Nautakjöt
Broddur
Útskurður
Pantanir
s. 8940567 [email protected]
Opnunartími
Eftir samkomulagi í síma 894-0567