Á Nýjabæ ræktum við naut sem við seljum í gegnum vefsíðu okkar, www.sveitabær.is. Við seljum eingöngu kjöt af ungnautum sem metin er í hæstu flokka (Un1A og Un1ÚA) samkvæmt mati kjötmatsmanna sem vinna hjá sláturhúsunum og bera faglega ábyrgð gagnvart Matvælastofnun. Að okkar beiðni er kjötið látið hanga í 12-13 daga í sláturhúsi til að meyrna. Síðan er það skorið niður eða hakkað, pakkað í lofttæmdar umbúðir og hver pakkning merkt með heiti vöðva og þyngd. Öll vinnsla er á höndum viðurkenndra og vottaðra vinnslustöðva.
Við sendum í slátur í hverjum mánuði, þannig að biðtíminn er stuttur.
Boðið er upp á að kaupa hálfan skrokk eða fjórðung úr skrokki en einnig bjóðum við upp á minni pakka sem henta þeim sem hafa takmarkað frystipláss.
Pantanir eru keyrðar heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði, Selfossi, Hellu og Hvolsvelli. Á aðra staði sendum við með vöruflutningum eða flugi.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu okkar, http://www.sveitabær.is
Nautakjöt 1/2 skrokkur, Nautgripakjöt ¼ eða ½ partur , Hamborgarar, Ungnautakjöt, Ungnautakjöt allt árið, Úrvals Galloway og Aberdeen Angus nautakjöt., Nautakjöt 1/4 skrokkur
Pantanir
s. 696-9780 [email protected]
Opnunartími
Allt árið