Lágafell er blandað bú með kýr, ær og hross.
Hér eru bændur Halldór Áki Óskarsson og Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, búfræðingar frá Hvanneyri og Sæunn er auk þess ferðamálafræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Hér er rekin lítil heimagisting - með aðstöðu fyrir 6-8 manns í íbúð á neðrihæð íbúðarhúsins.
Höfum verið aðilar að Beint frá býli, frá upphafi. Seljum í heilum og hálfum skrokkum; Alíkálfa og folöld. Pantanir fyrir slíkt óskast í netfangið [email protected] - Sendum heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og afhendum með þjóðvegi frá Lágafelli og til Reykjavíkur.
Verið velkomin að kynna ykkur starfsemina á bænum og sækja til okkar vöruna, því loks er aðstaða til að taka á móti fólki heima. Vinsamlegast hringið á undan ykkur. Sæunn - 8918091 og Halldór - 8978091
Folaldakjöt
Gisting
Pantanir
s. 891 8091, 897 8091 [email protected]
Opnunartími