Árdalur

Árdalsafurðir - 671 Kópasker
Árdalur

Árdalur

Árdalsafurðir - 671 Kópasker

Árdalur

Árdalsafurðir - 671 Kópasker

Árdalur er sveitabær sem staðsettur er í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjasýslu. Þar búa hjónin Salbjörg Matthíasdóttir og Jónas Þór Viðarsson með börnum sínum þrem. Þar búa þau með um 120 vetrarfóðraðar kindur, 8 hesta og 2 hunda

Afurðir búsins eru lambakjöt sem eru unnar í kjötvinnslu búsins sem var reist árið 2021 með styrkfé frá verkefninu Öxarfjörður í sókn - brothættar byggðir. Með komu vinnslunar er hægt að vinna allar afurðirnar að fullu á jörðinni og vonandi slátra líka í nánustu framtíð.

Árdalsafurðirnar koma af heiðargengnum lömbum sem sem ganga á fullgrónum afrétt með lynggróðri og kjarri.

Yfir 90% lambanna er lógað í september og kjötið er fullmeyrnað þegar það er fryst (hangir/meyrnar í 5 daga)

Meðalþungi skrokkanna hefur verið um 16 kg með góðri vöðvafyllingu og passlegri fitu.

Vörur í boði

Lambakjöt

Lambakjöt

Sagað / Úrbeinað / kryddað - Ferskt / Frosið - Vaccumpakkað & merkt

Pantanir

[email protected] / s:846-4951

Opnunartími