Holt og heiðar sækir efnivið í framleiðslu sína í náttúru Íslands. Hráefnið er einkum sótt í skógana og nágrenni þeirra. Þau safna rabarbara, birkisafa og laufum, sveppum, rifsberjum og hrútaberjum, grenisprotum og fleiru sem við nýtum í framleiðsluna. Allar vörur fyrirtækisins eru án viðbættra hleypiefna, litarefna og rotvarnarefna. Megináhersla er lögð á að hráefnið sé íslenskt en svo nota þau lífrænt vottaðan hrásykur frá Kaja-organic á Akranesi í sultur og síróp.
Rabarbarasulta, rabarbarasutla með vanillu, rabarbarasíróp
Hrútaberjasulta og rifsberjasulta, hrútaberjasíróp
Birkisíróp, birkité, grenisíróp, lerkisveppir, furusveppir
Pantanir
[email protected] 894-8589
Opnunartími