Félagsmerki

Félagsmerki

Reglur um merkið

  1. Félagsmerki Beint frá býli (BFB) er skráð einkennistákn félagsins.
  2. Tilgangur merkisins, auk þess að vera einkennistákn félagsins, er að gera félagsmönnum kleift að miðla því að býli þeirra sé aðili að BFB og þar fari fram heimavinnsla og/eða frumframleiðsla á matvælum.
  3. Öðrum en félagsmönnum BFB er óheimilt að nota merkið (sjá þó lið 6).
  4. Merkið er ætlað til notkunar á markaðs- og kynningarefni, þ.m.t. vefsíður, samfélagsmiðla, fána, skilti, sýningarbása, fatnað og annað slíkt.
  5. Óheimilt er að nota félagsmerkið á vörur og vöruumbúðir. Upprunamerki félagsins Frá fyrstu hendi er ætlað fyrir það.
  6. Þriðja aðila, s.s. verslun eða þjónustuaðila sem selur eða kynnir vörur félagsmanna, er óheimilt að nota merkið nema með samþykki stjórnar BFB.
  7. Óheimilt er að breyta letri og innri hlutföllum í merkinu.
  8. Félagsmerkið er skráð vörumerki og því varðar misnotkun á merkinu við lög.